Sólveig Pétursdóttir

Sólveig Pétursdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember, nóvember–desember 1987, janúar, mars, apríl–maí og nóvember 1988, febrúar, mars og maí 1989, janúar–febrúar, mars–apríl og apríl–maí 1990 (Sjálfstæðisflokkur).

Dóms- og kirkjumálaráðherra 1999–2003.

3. varaforseti Alþingis 2003–2005. Forseti Alþingis 2005–2007.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 11. mars 1952. Foreldrar: Pétur Hannesson (fæddur 5. maí 1924, dáinn 27. ágúst 2004) deildarstjóri og kona hans Guðrún Margrét Árnadóttir (fædd 24. október 1926) húsmóðir. Maki (10. janúar 1976): Kristinn Björnsson (fæddur 17. apríl 1950, dáinn 31. október 2015) fyrrverandi forstjóri Skeljungs hf. Foreldrar: Björn Hallgrímsson, sonur Hallgríms Benediktssonar alþingismanns og bróðir Geirs Hallgrímssonar alþingismanns og ráðherra, og kona hans Emilía Sjöfn Kristinsdóttir. Börn: Pétur Gylfi (1975), Björn Hallgrímur (1979), Emilía Sjöfn (1981).

Stúdentspróf MR 1972. Lögfræðipróf HÍ 1977. Hdl. 1980.

Starfaði hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík 1977–1978. Fulltrúi á lögmannsstofu Ragnars Aðalsteinssonar hrl. 1979–1981. Kennari við Verslunarskóla Íslands 1983–1986. Skipuð 28. maí 1999 dóms- og kirkjumálaráðherra, lausn 23. maí 2003.

Lögfræðingur mæðrastyrksnefndar í Reykjavík um tíma. Í borgarstjórn Reykjavíkur 1986–1990. Í félagsmálaráði Reykjavíkur og í byggingarnefnd heilsugæslustöðva í Reykjavík 1986–1990. Formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1986–1991. Varamaður í heilbrigðisráði Reykjavíkur 1986–1990. Í tryggingaráði 1987–1995, varaformaður 1991–1995. Formaður nefndar forsætisráðherra um blýlaust bensín og umhverfisáhrif 1989. Varaformaður Landsmálafélagsins Varðar 1989–1992. Skipuð 1992 í nefnd til að endurskoða útvarpslög.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–2003, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember, nóvember–desember 1987, janúar, mars, apríl–maí og nóvember 1988, febrúar, mars og maí 1989, janúar–febrúar, mars–apríl og apríl–maí 1990 (Sjálfstæðisflokkur).

Dóms- og kirkjumálaráðherra 1999–2003.

3. varaforseti Alþingis 2003–2005. Forseti Alþingis 2005–2007.

Allsherjarnefnd 1991–1999 (formaður), efnahags- og viðskiptanefnd 1991–1999, heilbrigðis- og trygginganefnd 1991–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1993–1997 og 2004–2005, utanríkismálanefnd 2003–2005 (formaður), kjörbréfanefnd 2004–2005.

Íslandsdeild NATO-þingsins 1991–1999 (formaður 1993–1999), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2003–2005 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir