Benedikt Sveinsson

Benedikt Sveinsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1908–1931 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn), Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Borgaraflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Forseti neðri deildar 1920–1930. 1. varaforseti neðri deildar 1911 og 1916–1917, 2. varaforseti neðri deildar 1914.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Húsavík 2. desember 1877, dáinn 16. nóvember 1954. Foreldrar: Sveinn Víkingur Magnússon (fæddur 19. júní 1846, dáinn 8. febrúar 1894) gestgjafi og söðlasmiður þar og kona hans Kristjana Guðný Sigurðardóttir (fædd 15. febrúar 1845, dáin 17. júní 1904) húsmóðir og ljósmóðir. Faðir Bjarna alþingismanns og ráðherra og Péturs alþingismanns Benediktssona og afi Björns Bjarnasonar alþingismanns og ráðherra og Halldórs Blöndals alþingismanns og ráðherra. Maki (5. júní 1904): Guðrún Pétursdóttir (fædd 9. nóvember 1878, dáin 23. nóvember 1963) húsmóðir, hálfsystir móður Ragnhildar Helgadóttur alþingismanns og ráðherra. Foreldrar: Pétur Kristinsson og kona hans Ragnhildur Ólafsdóttir. Börn: Sveinn (1905), Pétur (1906), Bjarni (1908), Kristjana (1910), Ragnhildur (1913), Guðrún (1919), Ólöf (1919).

Stúdentspróf Lsk. 1901. Próf í forspjallsvísindum 1902.

Íslenskukennari í barnaskóla Reykjavíkur 1901–1902. Við fiskkaup fyrir Edinborgarverslun á Austfjörðum sumarið 1902. Einn af stofnendum Landvarnarflokksins 1902 og blaðamaður við blöð flokksins, Landvörn og Ingólf, 1903. Póstmaður í Reykjavík 1903–1904. Ritstjóri í Reykjavík 1905–1911 og 1913–1915. Endurskoðandi Landsbankans 1912–1915. Aðstoðarbókavörður í Landsbókasafni 1915–1916. Gæslustjóri Landsbankans 1917, bankastjóri 1918–1921. Yfirskoðunarmaður landsreikninga 1916–1917. Ráðinn 1922 útgáfustjóri að sögu Alþingis. Endurskoðandi Íslandsbanka 1923–1930. Bókavörður í Landsbókasafni 1931–1941, skjalavörður í Þjóðskjalasafni 1941–1948.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1914–1920. Í fullveldisnefnd 1917–1918. Í verðlagsnefnd 1918–1919. Forseti Hins íslenska þjóðvinafélags 1918–1920. Kosinn í Grænlandsnefnd 1924. Sat í mörg ár þing Fiskifélags Íslands. Í milliþinganefnd um bankamál 1925.

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1908–1931 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri (Landvarnarflokkurinn), Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Borgaraflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Forseti neðri deildar 1920–1930. 1. varaforseti neðri deildar 1911 og 1916–1917, 2. varaforseti neðri deildar 1914.

Ritaði fjölda greina í blöð og tímarit um sögu Íslands, bókmenntir, íslenskt mál, þjóðmál o. fl. Annaðist útgáfu Íslendingasagna fyrir Sigurð Kristjánsson bóksala.

Ritstjóri: Ingólfur (1905–1909 og 1913–1915). Fjallkonan (1910–1911). Þjóðin (1914–1915).

Æviágripi síðast breytt 4. apríl 2016.

Áskriftir