Benedikt Þórðarson

Benedikt Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Barðstrendinga 1859 (varaþingmaður) og 1861–1864.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Sörlastöðum í Fnjóskadal 30. júlí 1800, dáinn 9. desember 1882. Foreldrar: Þórður Pálsson (fæddur um 1772, dáinn 30. júní 1857) síðar bóndi á Kjarna í Eyjafirði og kona hans Björg Halldórsdóttir (fædd um 1780, dáin 26. febrúar 1842) húsmóðir. Maki (7. september 1836): Ingveldur Stefánsdóttir (fædd 6. desember 1810, dáin 9. nóvember 1892) húsmóðir. Foreldrar: Stefán Benediktsson og kona hans Ingveldur Bogadóttir. Börn: Stefán (1836), Ingveldur (1838), Lárus (1841).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1833.

  Við verslunarstörf í Reykjavík 1833–1835 hjá Sigurði Sívertsen, hafði tvö síðustu sumur sín í skóla starfað við verslun í Ólafsvík hjá H. A. Clausen. Fékk Staðarprestakall á Snæfjallaströnd 1835, Garpsdal 1843, Kvennabrekku 1844, Brjánslæk 1848 og Selárdal 1863, fluttist þangað vorið eftir og var þar til æviloka, lausn 7. maí 1873.

  Alþingismaður Barðstrendinga 1859 (varaþingmaður) og 1861–1864.

  Æviágripi síðast breytt 23. mars 2015.