Dagný Jónsdóttir

Dagný Jónsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 16. janúar 1976. Foreldrar: Jón Ingi Einarsson (fæddur 20. ágúst 1948) skólastjóri og kona hans Olga Aðalbjörg Björnsdóttir (fædd 12. júlí 1946) húsmóðir og ræstitæknir.

Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1996.

Au pair í Þýskalandi sumrin 1994 og 1995. Vann með skóla hjá Heilsugæslunni í Reykjavík 1996–1998 og Landsvirkjun 1998–2000. Framkvæmdastjóri stúdentaráðs HÍ 2001–2002. Starfaði á skrifstofu Framsóknarflokksins 2002–2003.

Í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1993–2001, formaður þess 1999–2000. Í miðstjórn Framsóknarflokksins og Sambands ungra framsóknarmanna síðan 1993. Í samráðsnefnd um Reykjavíkurlista 1998. Í stúdentaráði og háskólaráði HÍ 2000–2002. Í kennslumálanefnd HÍ, formaður menntamálanefndar stúdentaráðs HÍ 2000–2001. Í húsnæðis- og skipulagsnefnd HÍ og byggingarnefnd Náttúrufræðahúss HÍ 2001–2002. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 2002–2003. Í framkvæmdastjórn og landsstjórn Framsóknarflokksins 2002–2003. Varaformaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar 2002–2003.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2007 (Framsóknarflokkur).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2003–2007, heilbrigðis- og trygginganefnd 2003–2004, landbúnaðarnefnd 2003–2006, menntamálanefnd 2003–2007, umhverfisnefnd 2003–2004, félagsmálanefnd 2006–2007 (formaður).

Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2003–2006, Íslandsdeild NATO-þingsins 2006–2007, Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2007.

Æviágripi síðast breytt 24. september 2019.

Áskriftir