Bjartmar Guðmundsson

Bjartmar Guðmundsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1959–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Sandi í Aðaldal 7. júní 1900, dáinn 17. janúar 1982. Foreldrar: Guðmundur Friðjónsson (fæddur 24. október 1869, dáinn 26. júní 1944) skáld og bóndi þar, bróðir Erlings alþingismanns og Sigurjóns alþingismanns Friðjónssona, föðurbróðir Braga Sigurjónssonar alþingismanns og ráðherra og Arnórs Sigurjónssonar varaþingmanns, og kona hans Guðrún Lilja Oddsdóttir (fædd 14. janúar 1875, dáin 24. september 1966) húsmóðir. Maki (11. desember 1938): Hólmfríður Sigfúsdóttir (fædd 25. júlí 1911, dáin 16. október 2010) húsmóðir. Foreldrar: Sigfús Bjarnarson og kona hans Halldóra Halldórsdóttir. Börn: Guðrún (1939), Hjördís (1941), Bryndís Halldóra (1944), Hólmfríður (1947), Guðmundur (1948), Hlaðgerður (1951), Sigfús (1955).

Nám í unglingaskóla á Breiðumýri í Reykjadal 1919 og á Eiðum 1921–1922.

Við félagsbúskap á Sandi 1925–1937. Bóndi á Sandi 1938–1960.

Í hreppsnefnd Aðaldælahrepps 1931–1962, oddviti 1954–1962. Sýslunefndarmaður 1936–1976. Í stjórn Kaupfélags Þingeyinga 1937–1961. Hreppstjóri Aðaldælahrepps 1944–1978. Í úthlutunarnefnd listamannalauna 1960–1966. Skipaður 1961 í endurskoðunarnefnd vegalaga og 1967 í endurskoðunarnefnd laga um lax- og silungsveiði.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands eystra) 1959–1971 (Sjálfstæðisflokkur).

Samdi smásögur og minningaþætti auk fjölda greina um ýmis málefni í tímaritum og blöðum.

Ritstjóri: Árbók Þingeyinga (1958–1971).

Æviágripi síðast breytt 23. október 2019.

Áskriftir