Björn Dagbjartsson

Björn Dagbjartsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1984–1987 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra október og nóvember–desember 1983 og apríl 1984.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Álftagerði í Mývatnssveit 19. janúar 1937. Foreldrar: Dagbjartur Sigurðsson (fæddur 28. september 1909, dáinn 14. september 1997) bóndi þar og kona hans Kristjana Ásbjarnardóttir (fædd 21. september 1913, dáin 13. febrúar 1990) húsmóðir, móðursystir Önnu Jensdóttur varaþingmanns. Bróðir Páls Dagbjartssonar varaþingmanns. Maki (15. október 1966): Sigrún Valdimarsdóttir (fædd 9. janúar 1936, dáin 6. maí 2001) bankafulltrúi. Foreldrar: Valdimar Jónsson og kona hans Sigurveig Guðbrandsdóttir. Dóttir: Brynhildur (1970).

Stúdentspróf MA 1959. Próf í efnaverkfræði frá Technische Hochschule í Stuttgart 1964 og doktorspróf í matvælaverkfræði frá Rutgers University, New Jersey, í Bandaríkjunum 1972.

Verkfræðingur hjá Fiskimjölsverksmiðjunni hf. í Vestmannaeyjum 1965–1966. Sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 1966–1969 og 1972–1974, forstjóri 1974–1984. Aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1979–1980. Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands síðan 1987.

Sat fundi Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1985–1987.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1984–1987 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Norðurlands eystra október og nóvember–desember 1983 og apríl 1984.

Hefur ritað margar greinar um fiskiðnað í innlend og erlend tímarit og bækur, auk doktorsritgerðar sem gefin var út í Bandaríkjunum.

Æviágripi síðast breytt 23. október 2019.

Áskriftir