Björn Jónsson

Björn Jónsson

Þingseta

Þjóðfundarmaður Norður-Þingeyinga 1851.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Hólum í Hjaltadal 14. maí 1802, dáinn 20. júní 1886. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 15. október 1772, dáinn 17. júní 1866) konrektor, síðast prófastur á Grenjaðarstað og 2. kona hans Þorgerður Runólfsdóttir (fædd 5. janúar 1776, dáin 30. nóvember 1857) húsmóðir. Mágur Sveins Níelssonar alþingismanns. Maki 1 (4. júní 1825): Anna Árnadóttir (fædd 9. september 1798, dáin 29. júní 1866) húsmóðir. Foreldrar: Árni Árnason og kona hans Sigríður Benediktsdóttir. Maki 2 (18. janúar 1868): Hermannína Kristjana Finnsdóttir (fædd 12. september 1832, dáin 22. desember 1898) húsmóðir. Foreldrar: Finnur Árnason og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir. Börn Björns og Önnu: Þorgerður (1826), Þorgerður (1828), Hildur (1830), Páll (1831), Magnús (1837).

  Bóndi á Möðruvöllum í Hörgárdal 1826–1827 og 1829–1835, í Auðbrekku 1827–1829 og 1839–1845, í Hvammi 1835–1836 og í Litla-Dunhaga 1836–1839. Verslunarstjóri á Siglufirði 1845–1847 og á Akureyri 1847–1852. Ritstjóri á Akureyri 1853–1855 og 1862–1885.

  Þjóðfundarmaður Norður-Þingeyinga 1851.

  Ritstjóri: Norðri (1853–1855). Norðanfari (1862–1885).

  Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2015.