Björn Kristjánsson

Björn Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1900–1931 (Framfaraflokkur, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1917.

2. varaforseti efri deildar 1924.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hreiðurborg í Flóa 26. febrúar 1858, dáinn 13. ágúst 1939. Foreldrar: Kristján Vernharðsson (fæddur 1823, dáinn 16. febrúar 1898) bóndi þar og kona hans Þórunn Halldórsdóttir (fædd 1827, dáin 13. nóvember 1898) húsmóðir. Maki (5. maí 1885): Sigþrúður Guðmundsdóttir (fædd 13. maí 1852, dáin 4. mars 1928) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Þórðarson og kona hans Valgerður Jóhannsdóttir. Börn: Jón (1887), Jóna Valgerður (1887). Sonur Björns og Sigrúnar Halldórsdóttur: Halldór Hansen (1889).

Nam skósmíði. Dvaldist í Kaupmannahöfn, m. a. við tónfræðinám, 1878–1879 og 1882–1883.

Skósmiður 1876–1882. Bókhaldari í Reykjavík 1883–1888, kaupmaður þar 1888–1910. Bæjargjaldkeri í Reykjavík 1889–1891. Bankastjóri Landsbankans 1909–1918, nema þann tíma sem hann var ráðherra. Skipaður fjármálaráðherra 4. janúar 1917, lausn 28. ágúst 1917. Hafði síðan sérstök eftirlaun ævilangt.

Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1903–1908. Átti sæti í velferðarnefnd 1914 og í orðunefnd 1921–1926. Kosinn 1921 í matsnefnd á Íslandsbanka og skipaður 1927 í matsnefnd á Landsbankann. Kosinn 1928 í landsbankanefnd, en sagði af sér á miðju sumri 1928.

Alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1900–1931 (Framfaraflokkur, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, utan flokka (Sjálfstæðisflokkurinn eldri), Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

Fjármálaráðherra 1917.

2. varaforseti efri deildar 1924.

Samdi bæklinga og greinar um verslunarmál, bankamál, samgöngumál o. fl.

Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

Áskriftir