Ingibjörg Isaksen

Ingibjörg Isaksen
  • Embætti: Formaður þingflokks
  • Kjördæmi: Norðausturkjördæmi
  • Þingflokkur: Framsóknarflokkur

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins síðan 2021.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 14. febrúar 1977. Foreldrar: Þorgrímur Isaksen (fæddur 23. janúar 1953) framkvæmdastjóri og Kristín Erla Gústafsdóttir (fædd 19. júní 1953) gjaldkeri. Maki: Sigurjón Karel Rafnsson (fæddur 12. september 1972) sölustjóri. Foreldrar: Rafn Helgason og Ásthildur Sigurðardóttir. Börn: Ragnar Ágúst (1998), Ólöf Kristín (2005), Eydís Arna (2008), Arna Ýr (1997), Andrea Björk (1999), Stefán Daði (2003).

Stúdentspróf FB 1997. BS-próf í íþróttafræði KHÍ 2003.

Kennari við Rimaskóla 2003–2004, Giljaskóla 2004–2005 og Brekkuskóla 2005–2012. Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar 2012–2018. Framkvæmdastjóri Læknastofa Akureyrar 2018–2021.

Í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 2012–2014. Í bæjarstjórn Akureyrar 2014–2021. Formaður íþróttaráðs Akureyrar 2014–2017. Í stjórn Norðurorku 2014–2021, stjórnarformaður 2019–2021. Í stjórn umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrar 2014–2019, formaður 2017–2018. Formaður fræðsluráðs Akureyrar 2018–2021. Formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknarflokksins 2018–2021. Formaður starfshóps félags- og barnamálaráðherra um bætt lífskjör og aðbúnað eldra fólks 2019–2021.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Framsóknarflokkur).

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins síðan 2021.

Fjárlaganefnd 2021–2022, umhverfis- og samgöngunefnd 2022–.

Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2021– (formaður), þingmannanefnd Íslands og ESB 2022–.

Æviágripi síðast breytt 12. apríl 2022.

Áskriftir