Karl Gauti Hjaltason

Karl Gauti Hjaltason

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2017–2021 (Flokkur fólksins, utan flokka, Miðflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 31. maí 1959. Foreldrar: Hjalti Karlsson (fæddur 18. nóvember 1925, dáinn 10. febrúar 2016) rennismiður og verktaki og Kolbrún Steinþórsdóttir (fædd 29. maí 1933) sjúkraliði. Maki: Sigurlaug J. Stefánsdóttir (fædd 27. janúar 1963) grunnskólakennari. Foreldrar: Stefán Jóhannesson og Lára Valsteinsdóttir. Synir: Alexander (1994), Kristinn (1997, dáinn 1997), Kristófer (1997).

Verslunarpróf VÍ og stúdentspróf FB 1981. Cand. juris HÍ 1989. Hdl. 1996. Próf í stjórnun I frá EHÍ og Lögregluskóla ríkisins 2007.

Fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumannsins í Gullbringusýslu 1989–1990 og starfaði um skeið hjá ríkisskattanefnd. Fulltrúi sýslumannsins í Árnessýslu og bæjarfógetans á Selfossi, síðar sýslumannsins á Selfossi, 1990–1998. Settur sýslumaður á Hólmavík um skeið sumarið 1996, auk þess að vera settur í einstaka málum sem rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, lögreglustjóri í Reykjavík o.fl. á árunum 1995–1998. Sýslumaður í Vestmannaeyjum 1998–2014. Skólastjóri Lögregluskóla ríkisins 2014–2016. Í ritnefnd endurútgáfu bókarinnar Forystufé 2016. Annar tveggja útgefenda ritsins Mat á vafaatkvæðum 2014.

Stofnandi og formaður Karatefélagsins Þórshamars 1979–1985. Formaður Karatesambands Íslands 1985–1998. Í stjórn íþróttafélagsins Gerplu 1983–1986 og í stjórn UMSK 1986–1988. Hefur setið í Íþróttadómstól ÍSÍ, nú Áfrýjunardómstól ÍSÍ, frá 1997. Hlaut gullmerki ÍSÍ 1998. Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurlandskjördæmi 1998–2003 og Suðurkjördæmi 2003–2017. Í stjórn Taflfélags Vestmannaeyja frá 2003, formaður þess 2007–2013. Í stjórn Skáksambands Íslands 2006–2008 og í varastjórn 2008–2009. Stofnandi og fyrsti formaður Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja 2012–2014. Hefur haldið fyrirlestra og erindi á margvíslegum vettvangi, sérstaklega um löggæslu, sögu, byggðamál og stjörnufræði, og ritað nokkrar greinar á þessum sviðum í blöð og tímarit. Í Þingvallanefnd 2018–2022.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2017–2021 (Flokkur fólksins, utan flokka, Miðflokkurinn).

Kjörbréfanefnd 2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2021, þingskapanefnd 2019–2021.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2022.

Áskriftir