Sigurjón Á. Ólafsson

Sigurjón Á. Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1927–1931 og 1934–1937, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1937–1942 og 1946–1949 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga janúar–mars 1945 (Alþýðuflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1934–1937 og 1942, 2. varaforseti efri deildar 1937–1942.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hvallátrum í Rauðasandshreppi 29. október 1884, dáinn 15. apríl 1954. Foreldrar: Ólafur Jónsson (fæddur 26. desember 1853, dáinn 19. febrúar 1947) síðar bóndi í Króki á Rauðasandi og kona hans Guðbjörg Árnadóttir (fædd 9. júlí 1858, dáin 31. júlí 1892) húsmóðir. Maki (5. október 1912): Guðlaug Gísladóttir (fædd 26. september 1892, dáin 5. nóvember 1951) húsmóðir. Foreldrar: Gísli Magnússon og 1. kona hans Þórunn Benjamínsdóttir. Börn: Þórarinn Gísli (1913), Guðbjörg (1915), Marta Elísabet (1917), Guðlaug (1921), Baldur (1922), Marta Elísabet (1923), Sigríður (1924), Ólafur (1926), Jóhanna (1927), Guðmundur (1928), Örn (1930), Atli (1932).

Stýrimannapróf í Reykjavík 1906.

Háseti og stýrimaður í siglingum og á fiskveiðum 1900–1917. Skipstjóri 1918–1919. Afgreiðslumaður Alþýðublaðsins í Reykjavík 1919–1927. Afgreiðslumaður og verkstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins 1930–1942.

Formaður Sjómannafélags Reykjavíkur 1920–1951. Skipaður í milliþinganefnd um siglingamál 1928. Í sjó- og verslunardómi Reykjavíkur frá 1930. Í milliþinganefnd um atvinnuhorfur og afkomu sjómanna, verkamanna og iðnaðarmanna 1933. Í eftirlitsnefnd opinberra sjóða 1934–1954. Í milliþinganefnd um endurskoðun laga um atvinnu við siglingar 1935, í landsbankanefnd 1936–1953, í milliþinganefnd um vinnulöggjöf og milliþinganefnd um rannsókn á verðlagi olíu, salts og veiðarfæra 1936. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1938–1943 og 1947–1954. Skipaður í Félagsdóm 1938, í milliþinganefnd um orlof 1941, í milliþinganefnd um endurskoðun húsaleigulaganna 1942, í milliþinganefnd um atvinnumál o. fl. 1944, í milliþinganefnd um endurskoðun laga um eftirlit með skipum 1944. Forseti Alþýðusambands Íslands 1940–1942. Í lánveitinganefnd síldarútvegsmanna 1945. Í orðunefnd frá 1947 til æviloka.

Alþingismaður Reykvíkinga 1927–1931 og 1934–1937, landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1937–1942 og 1946–1949 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga janúar–mars 1945 (Alþýðuflokkur).

1. varaforseti efri deildar 1934–1937 og 1942, 2. varaforseti efri deildar 1937–1942.

Æviágripi síðast breytt 22. mars 2016.

Áskriftir