Skúli Þorvarðsson

Skúli Þorvarðsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1880–1885, alþingismaður Árnesinga 1886–1892.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur á Breiðabólstað í Vesturhópi 31. október 1831, dáinn 3. júlí 1909. Foreldrar: Þorvarður Jónsson (fæddur 12. júní 1798, dáinn 26. september 1869) síðast prestur á Prestsbakka á Síðu og 1. kona hans Anna Skúladóttir (fædd 4. nóvember 1797, dáin 16. apríl 1848) húsmóðir. Maki (28. janúar 1859): Elín Helgadóttir (fædd 31. maí 1838, dáin 15. nóvember 1907) húsmóðir. Foreldrar: Helgi Guðmundsson og Guðrún Erlendsdóttir. Börn: Jakob (1856), Helgi (1862), Anna (1863), Helga (1865), Sigríður (1867), Þorvarður (1870), Jóhann (1871), Jakob (1875), Skúli (1878).

    Bóndi á Miðgrund undir Eyjafjöllum 1859–1864, á Fitjarmýri 1864–1885, á Berghyl í Hrunamannahreppi 1885–1903, í Austurey í Laugardal frá 1903 til æviloka.

    Hreppstjóri og oddviti árum saman.

    Alþingismaður Rangæinga 1880–1885, alþingismaður Árnesinga 1886–1892.

    Æviágripi síðast breytt 23. mars 2016.

    Áskriftir