Sveinn Eiríksson

Sveinn Eiríksson

Þingseta

Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1886–1892.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Hlíð í Skaftártungu 4. ágúst 1844, dáinn 19. júní 1907, drukknaði í Kúðafljóti. Foreldrar: Eiríkur Jónsson (fæddur 27. nóvember 1808, dáinn 31. desember 1877) bóndi þar og kona hans Sigríður Sveinsdóttir (fædd 23. ágúst 1814, dáin 11. október 1895) húsmóðir. Faðir Gísla Sveinssonar alþingismanns. Maki (23. nóvember 1870): Guðríður Pálsdóttir (fædd 4. september 1845, dáin 5. desember 1920) húsmóðir. Foreldrar: Páll Pálsson prófastur og alþingismaður og kona hans Guðríður Jónsdóttir. Börn: Páll (1870), Eiríkur (1872), Jón (1873), Páll (1874), Sveinn (1875), Guðríður (1877), Páll (1878), Sigríður (1879), Gísli (1880), Ragnhildur (1884), Jón (1887).

    Stúdentspróf Lsk. 1873. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1875.

    Veitt Kálfafell í Fljótshverfi 1875, Sandfell 1878, Kálfafellsstaður 1887, Ásar í Skaftártungu 1892 og var þar prestur til æviloka.

    Alþingismaður Austur-Skaftfellinga 1886–1892.

    Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.

    Áskriftir