21.12.1978
Neðri deild: 42. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1895 í B-deild Alþingistíðinda. (1554)

145. mál, almannatryggingar

Frsm. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur athugað frv. það sem hér er til umr., 145. mál, um breytingu á lögum nr. 70 31. des. 1977 0. s, frv., um breyting á lögum um almannatryggingar, og mælir einróma með samþykkt þess. Tveir hv. nm., Matthías Bjarnason, 1. þm. Vestf., og Jósef H. Þorgeirsson, 7. landsk. þm., skrifa undir álitið með fyrirvara.

Hér er um það að tefla að breyta álagningarstofni sjúkratryggingagjalds til lækkunar. Er málið komið frá Ed. og hlaut þar einróma staðfestingu. Ég sem sagt endurtek það, að n. mælir með samþykkt frv. með þeim fyrirvörum sem síðar verður gerð grein fyrir.