19.03.1979
Efri deild: 70. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3287 í B-deild Alþingistíðinda. (2600)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf frá Ríkisútvarpinu:

„Vegna fyrirspurna og óska frá hlustendum fer Ríkisútvarpið þess hér með á leit, að heimilað verði að útvarpa frá 1. umr. um efnahagsmálafrv. forsrh. sem fram á að fara síðdegis í dag. Verði á það fallist óskar útvarpið þess jafnframt af hagkvæmnisástæðum að gert verði um það bil hálfrar klukkustundar hlé á umr. um kl. 16 og útvarpi verði lokið um kl. 18.30. Þessari ósk er hér með komið á framfæri við yður.

Virðingarfyllst.

Andrés Björnsson,

útvarpsstjóri.“

Hér er um að ræða málaleitan samkv. 60. gr. þingskapa, sem gerir ráð fyrir að Ríkisútvarpið geti farið fram á að útvarpa umr. frá Alþ. Ég vil leyfa mér að gera það að till. minni, að d. samþykki þessa málaleitan, enda skiptist ræðutími sem jafnast milli flokka.