02.04.1979
Neðri deild: 69. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3760 í B-deild Alþingistíðinda. (2930)

22. mál, Framkvæmdasjóður öryrkja

Eðvarð Sigurðsson:

Herra forseti. Sökum lasleika gat ég ekki verið viðstaddur 2. umr. þessa máls. Ég hafði skrifað undir nál. með fyrirvara. Fyrirvari minn snerti einvörðungu þá fjáröflunaraðferð sem frv. gerir ráð fyrir, 3. gr. þess, mörkuðu tekjustofnana. Á sama tíma og hér liggur fyrir frv. um endurskoðun á öllum mörkuðum tekjustofnum, má segja, í fjárframlögum ríkisins tel ég vafasamt að fara inn á þessa braut í fjáröflun til þessara mála. En þar sem hér er um mjög stórt og gott málefni að ræða, þá segi ég já.