08.05.1979
Neðri deild: 82. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4483 í B-deild Alþingistíðinda. (3586)

267. mál, stofnun og slit hjúskapar

Frsm. meiri hl. (Vilmundur Gylfason):

Herra forseti. Á þskj. 596 er nál. um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 60/1972, um stofnun og slit hjúskapar. Þetta nál. er frá meiri hl. allshn. Nd. og þar segir að undirritaðir nm. hafi athugað frv. og leggi til að það verði samþ. óbreytt. Jafnframt segir að Matthías Á. Mathiesen skili séráliti.

Þau sex, sem undir nál. rita, eru Vilmundur Gylfason, Einar Ágústsson, Friðrik Sophusson, en hann gerir það með fyrirvara, Gils Guðmundsson, Svava Jakobsdóttir og Árni Gunnarsson. Meiri hl. leggur sem sagt til að þessu máli verði skilað til 3. umr.