15.05.1979
Neðri deild: 88. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4792 í B-deild Alþingistíðinda. (4072)

65. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. (Friðrik Sophusson):

Herra forseti. Í nál. á þskj. 708 um 65. mál þingsins hefur allshn. Nd. orðið sammála um að leggja til að frv. til l. um breyt. á lögum nr. 52 14. ágúst 1959, um kosningar til Alþingis, verði samþykkt.

Þetta frv. hefur verið flutt áður á þingi, var flutt svipað að efni til á síðasta þingi af Pétri Sigurðssyni, en er nú endurflutt af hv. þm. Oddi Ólafssyni. Frv. gerir ekki ráð fyrir gífurlegum breytingum á kosningalögunum, en er þó í þá áttina að blindir og þeir, sem af öðrum ástæðum, vegna sjúkleika eða öldrunar, eiga erfitt með að njóta þeirra grundvallarréttinda lýðræðisins að neyta atkvæðisréttar síns í kosningum til Alþ., fái til þess lagalega stoð.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta frv. N. var einhuga um að mæla með samþykkt þess.