16.05.1979
Efri deild: 104. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4839 í B-deild Alþingistíðinda. (4124)

263. mál, eftirlaun aldraðra

Frsm. (Bragi Níelsson):

Herra forseti. Sá galli var á gjöf Njarðar eða öllu heldur á brtt. heilbr.- og trn. við þetta frv. þegar till. voru lagðar fyrir 2. umr. þessa máls, að á fimm stöðum í frv. þarf að leiðrétta ártal eða dagsetningar öllu heldur, og vil ég með skrifl. till. óska eftir að þessar dagsetningar verði leiðréttar.

Það er í fyrsta lagi við 1. mgr. 21. gr. Þar sem stendur: „skal árin 1979–1981 greidd sérstök uppbót“ skal standa: skal árin 1980–1981 greidd sérstök uppbót.

Önnur brtt. er við 2. mgr. sömu greinar, að hún hefjist þannig: Lífeyrishækkanir greiddar árin 1980–1981 af lífeyrissjóðum.

Í þriðja lagi er brtt. við 22. gr. Þar sem stendur: „skal árin 1979–1981 greidd sams konar uppbót“ skal standa: skal árin 1980–1981 greidd sams konar uppbót.

Í fjórða lagi er brtt. við 24. gr. þar sem stendur „á árunum 1979–1981“ skal standa: á árunum 1980–1981.

Í fimmta lagi er brtt. við 26. gr. Þar sem stendur: „Ákvæði nefndra laga skulu þó gilda áfram um eftirlaun fyrir greiðslutímabil til 1. sept. 1979“ skal standa: Ákvæði nefndra laga skulu þó gilda áfram um eftirlaun fyrir greiðslutímabil til 1. jan. 1980.

Ég vil leyfa mér að flytja þessar brtt.