18.05.1979
Neðri deild: 91. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4956 í B-deild Alþingistíðinda. (4292)

298. mál, ríkisreikningurinn 1977

Frsm. meiri hl. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Á þskj. 645 er frv. til l. um ríkisreikninginn fyrir árið 1977 og á þskj. 781 er nál. frá fjh.- og viðskn., og eru menn á eitt sáttir nema hv. 7. þm. Reykv., hann mun gera sérstaka grein fyrir afstöðu sinni til málsins.

Um þetta mál er það að segja, að reikningurinn hefur, svo sem venja hefur verið, verið endurskoðaður af endurskoðendum ríkisins og yfirendurskoðunarmönnum, sem eru trúnaðarmenn Alþ. Við þeim aths., sem þeir hafa gert við reikninginn, hafa þeir fengið svör og fallist á afgreiðslu málsins á þann veg. Sex nm. fjh.- og viðskn. leggja því til að reikningurinn verði samþykktur svo sem frv. gerir ráð fyrir.