18.03.1980
Sameinað þing: 34. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1199 í B-deild Alþingistíðinda. (1209)

92. mál, málefni farandverkafólks

Forseti (Jón Helgason):

Mér var ekki alveg ljóst af orðum hv. 4. þm. Vestf. áðan, hvort hann óskaði eftir að umr. væri frestað þegar í stað eða þegar þeir hefðu talað sem á mælendaskrá voru. Það mun hafa átt að skilja það þannig, að hann óskaði frekar eftir að mælendaskrá yrði ekki tæmd núna, og mun verða orðið við því. En hæstv. félmrh. tekur fyrst til máls, áður en umr. verður frestað.