24.03.1980
Neðri deild: 48. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1323 í B-deild Alþingistíðinda. (1301)

111. mál, lántaka Framleiðsluráðs landbúnaðarins

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Alþfl. hefur reynt við meðferð þessa máls hér í þinginu að koma einhverjum skaplegheitum á það. Málið er, eins og það er lagt fyrir, mjög illa undirbúið og engin fordæmi þess, að slíkt sé lagt fyrir Alþ., eins og þetta mál er gert. Það er greinilegt að meiri hl. þingdeildar stendur að því að fella þær brtt., sem Alþfl. flytur við málið, sem gætu þó verið vísir að því að hér yrði skaplegar á landbúnaðarmálum tekið í framtíð­inni. Alþfl. hefur viðurkennt vissan vanda í landbúnað­armálum og gert till. til breytinga þar um og til breyttrar stefnu í landbúnaðarmálum. Að þessu hafa hans till. hnigið, en allt útlit er fyrir að þeim verði hafnað. Það sem af er hefur þeim verið hafnað. Ég mun því við þessa atkvgr. sitja hjá. Ég greiði ekki atkv.