02.04.1980
Sameinað þing: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

116. mál, fjárlög 1980

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Þetta virðulega Alþingi var endurreist árið 1845 og þrátt fyrir ítarlega leit hef ég ekki fundið í þskj. persónulegar aths. á borð við þær sem ég hef orðið hér að hlusta á, fyrst frá hv. þm. Ólafi Þórðarsyni fyrir nokkrum dögum og í dag frá hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni. Ég hygg þó að þetta sé sagt af pólitískum ofsa. Þingsagan er löng. Hún er samt virðuleg. Og þrátt fyrir aths. þessara hv. þm. vona ég að þeir ætli ekki að fara að svipta neinn mannréttindum! Mannréttindi eru mikils virði. Ég segi já.