14.04.1980
Sameinað þing: 43. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 1862 í B-deild Alþingistíðinda. (1718)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Jósef H. Þorgeirsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur athugað í fyrsta lagi kjörbréf Jóns Sveinssonar, sem tekur sæti Alexanders Stefánssonar, 1. þm. Vesturl., í öðru lagi kjörbréf Böðvars Bragasonar, sem tekur sæti Þórarins Sigurjónssonar, 1. þm. Suðurl., í þriðja lagi kjörbréf Sigurðar Óskarssonar, sem tekur sæti Steinþórs Gestssonar, 2. þm. Suðurl., og í fjórða lagi kjörbréf Einars Kr. Guðfinnssonar, sem tekur sæti Matthíasar Bjarnasonar, 1. þm. Vestf. Kjörbréfanefnd er sammála um að mæla með því, að þessi kjörbréf verði tekin gild og kosning varamanna samþykkt.