08.05.1980
Sameinað þing: 54. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2477 í B-deild Alþingistíðinda. (2351)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Jón Helgason):

Vegna orða hv. síðasta ræðumanns vil ég aðeins gefa þá skýringu, að samkv. þingsköpum skulu fsp. ræddar á sérstökum fundum, og sú hefð hefur skapast, að þeir eru haldnir einu sinni í viku.

Þá eru fsp. látnar ganga fyrir þáltill. En s. l. þriðjudag var röðin ekki komin að þessari fsp. þegar tíminn, sem hægt var að hafa fyrir fyrirspurnafund, var liðinn.