16.05.1980
Efri deild: 89. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2702 í B-deild Alþingistíðinda. (2699)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Karl Steinar Guðnason:

Vegna þess að ekki hafa komið fram skýr svör frá stjórnarliðum um, hvort það eina prósent, sem ætlað er til byggingar félagslegra íbúða, verði tekið af tekjum Byggingarsjóðs ríkisins, er nauðsynlegt að fá úr því skorið með flutningi þessarar till. Ég vek athygli á því, að verði till. felld er þar með staðfest að ætlunin sé að setja Byggingarsjóð ríkisins í fjárhagslegt svelti, sem hlýtur að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir húsbyggjendur. Ég hef hins vegar talið að skilyrði þess, að frv. þetta næði tilgangi sínum, væri það, að Byggingarsjóður ríkisins hefði tekjustofna sína tryggða jafnframt því að Byggingarsjóður verkamanna fengi auknar tekjur. Því segi ég já.