15.01.1980
Sameinað þing: 11. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í B-deild Alþingistíðinda. (391)

213. mál, sparnaður í fjármálakerfinu

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Eins og fram kom í máli fyrirspyrjanda var ég meðflm. með honum að upprunalegu till. í tíð þeirrar stjórnar sem við báðir studdum. Það var því réttilega mælt hjá honum, að við beindum ekki tillögu okkar að öðru en vandamálinu sjálfu, sem var hin gífurlega úfþensla í fjármálakerfinu sem við vildum reyna að ráðast að. Það fór ekkert fyrir brjóstið á okkur Eyjólfi Konráð við hvað var átt, en núv. hæstv. fjmrh. virðist ekki gera sér enn fulla grein fyrir í hvaða átt till. gengur. Hins vegar minntist hann á að gengið hefði verið í það af honum og flokksbræðrum hans í núv. hæstv. ríkisstj. að herða nokkuð að ráðningu nýrra starfsmanna til ríkisins. Því er ég aðeins með eina spurningu til hans varðandi þetta mál. Telur hann til sparnaðar eða eyðslu hinna nýju ráðningu, „umba“ hæstv. dómsmrh., sem hefur verið ráðinn fyrir stuttu?