22.10.1980
Neðri deild: 5. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í B-deild Alþingistíðinda. (113)

Fundarsókn þingmanna

Landbrh. (Pálmi Jónsson):

Herra forseti. Margt verður nú efni til umr. og e.t.v. efni í stórmál hér á hv. Alþ., en ég get gjarnan staðfest það, að gleymni mín á fundarboð hefur ráðið því, að hv. þm Matthías Bjarnason kom hér of seint til fundar.

Ég vonast til þess, þó að svo hafi tekist til á fyrsta fundi þessarar hv. nefndar, að það verði ekki störfum hennar til trafala í framtíðinni, og vænti ég þess, að þingstörf hafi hér hafist í dag með sæmilega eðlilegum hætti, þó að þetta bæri við.