10.12.1980
Efri deild: 23. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1262 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

156. mál, tímabundið vörugjald

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Hv. þm. Lárus Jónsson hélt því fram áðan, að þetta frv. væri einn þátturinn í einhverju óskilgreindu skattaflóði sem væri að flæða yfir. Ég vil mega koma á framfæri leiðréttingu. Þetta frv. og lögin eru óskilgetið afkvæmi hv. þm. Lárusar Jónssonar og ekkert annað.