15.12.1980
Neðri deild: 30. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1447 í B-deild Alþingistíðinda. (1455)

138. mál, tollskrá

Flm. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Ég leyfi mér að flytja á þskj. 165 frv. til l. um breyt. á lögum nr. 120/1976, um tollskrá, með síðari breytingum. Er það um niðurfellingu á aðflutningsgjöldum af ungbarnamat samkv. upptalningu sem er í frv. og ég er ekki í nokkrum vafa um að allir hv. þm. hafa sjálfsagt kynnt sér vel og lesið grg. Ég er ekki heldur í nokkrum vafa um það, að hv. þm. hljóta að vera mér sammála um að ekki á að tolla — og síst af öllu eins hátt og raun ber vitni að gert er — barnamat eins og þar kemur fram.

Ég sé ekki ástæðu til að tala langt mál fyrir þessu frv., svo sjálfsagt sem það er, ef þessi matartegund er borin saman við önnur matvæll sem flutt eru inn og eru tollfrjáls og greint er frá í grg.

Ég vil leyfa mér að gera það að till. minni, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.