16.12.1980
Sameinað þing: 35. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1498 í B-deild Alþingistíðinda. (1538)

141. mál, smíði brúar á Ölfusá

Magnús H. Magnússon:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir ágætt svar.

Fyrri liðnum var algerlega og mjög vel svarað. Ég tek mjög undir með honum þegar hann talar um mikilvægi félagslegrar könnunar, könnunar á félagslegum ávinningi, og eins það, hversu mikilvægt er að fá einmitt Transportökonomisk til að kanna þetta mál. Þeir hafa unnið fyrir norsk stjórnvöld einmitt að átíka mati um allan Norður-Noreg, meta hvort eigi að leggja vegi, byggja brýr eða nota ferjur í samgöngur og annað því um líkt út um eyjar og yfir firði. Ég vonast til þess, að sú rannsókn sýni að brúin verði hagkvæm þegar allt er tekið inn í dæmið.

Það er ekki hægt að ætlast til þess af hæstv. ráðh., að hann lýsi fortakslaust yfir því, að brúin verði smíðuð á ákveðnum tíma. Ég ætlast ekki til þess. En ég þóttist geta lesið úr svari hans að hann væri málinu mjög velviljaður og að svo fremi þessar niðurstöður verði hagrænt og félagslega jákvæðar ef þær, eins og ég er öruggur um, sýni góðan og jákvæðan árangur, þá muni ekki á honum standa að styðja þetta verk.

Ég þakka ráðh. fyrir góð svör.