16.12.1980
Sameinað þing: 35. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1500 í B-deild Alþingistíðinda. (1544)

141. mál, smíði brúar á Ölfusá

Sjútvrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Aðeins örstutt aths. við það sem kom fram hjá hv. þm. Friðrik Sophussyni.

Augsýnilega misskildi hv. þm. þau orð mín, að þau gætu haft áhrif á fjárveitingu í þessu skyni. Það heyrist mér hins vegar ekki hv. síðasti ræðumaður gera. Þm. hafa áhrif á hvernig því fjármagni, sem varið er til einstakra kjördæma, er skipt. Þarna er náttúrlega um að ræða að veita þá eitthvað meira til rannsóknarinnar. Hins vegar verð ég að taka mjög undir það, sem kom fram hjá hv. þm., að áður en í framkvæmdina er ráðist verður vitanlega að skoða vandlega hagkvæmni slíkrar framkvæmdar, eins og við höfum rakið hér áður. Þarna er því ekki um að ræða að veita fé á næsta ári til framkvæmdar við brúarsmíðina.

Hins vegar vil ég vekja athygli á því, að þegar er nú hér á dagskrá Þórshafnartogari. Við getum rætt hann undir öðrum lið.