16.12.1980
Efri deild: 32. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1528 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

142. mál, Aflatryggingasjóður sjávarútvegsins

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Hér er fjallað um nál. um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 80 16. sept. 1971, um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins, með áorðnum breytingum. Nefndin hefur fjallað um frv. á tveimur fundum og leitað álits fulltrúa Aflatryggingasjóðs, Sjómannasambands Íslands og Landssambands ísl. útvegsmanna á þessu máli.

Meginefni frv. er breyting á lögum um Aflatryggingasjóð sjávarútvegsins, þeim þætti er kveður á um áhafnadeildina sem greiðir hluta fæðiskostnaðar fiskimanna, annarra en þeirra sem eru á togurum yfir 500 brúttótonn, en á þeim togurum hafa sjómenn frítt fæði.

Í 2. gr. frv. er að finna meginbreytingarnar frá gildandi lögum, sem felast í frv. þessu, þ.e. að ákvæðið um upphæð fæðisgreiðslna og flokkun skipa skuli sett með reglugerð í stað þess að vera bundið í lögum eins og nú er.

Það er ljóst að með þeirri afturvirkni, sem hér er reiknað með, til 1. júní 1980, er ákvæðið verulega erfitt í framkvæmd. Þrátt fyrir það er nefndin sammála um að mæla með samþykkt frv. óbreytts.

Undir nál. skrifa Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Geir Gunnarsson, Guðmundur Karlsson, Kjartan Jóhannsson og Gunnar Thoroddsen.

Fjarverandi afgreiðslu málsins var Egill Jónsson.