17.12.1980
Neðri deild: 35. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1635 í B-deild Alþingistíðinda. (1735)

155. mál, ferðagjaldeyrir

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það vakti athygli mína, að hv. þm. Alþfl. sit ja við sinn keip enn þá að greiða fyrir því, að hér sé tvenns konar gjaldeyrir í gangi. Virðist nú kominn tími til þess — svona þegar tóm gefst til — að hressa aðeins upp á þann gamla viðreisnaranda sem einu sinni lifði. Til þess að koma nokkuð til móts við það hef ég leyft mér, hæstv. forseti, að flytja brtt. við 1. gr. frv. um að í staðinn fyrir 10% gjald komi 5% gjald, ef vera mætti að unnt væri að koma hv. Alþfl.-þm. eitthvað áleiðis til rétts vegar í þessu máli.

Ég óska eftir því að hæstv. forseti leiti afbrigða í þessari brtt.