18.12.1980
Efri deild: 40. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1684 í B-deild Alþingistíðinda. (1823)

171. mál, jöfnunargjald

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég skal ekki fara að deila um það, hvorum er meira niðri fyrir hér, mér eða hv. síðasta ræðumanni, Kjartani Jóhannssyni. En ég vil bara minna hv. þm. á að hann sagði að Alþfl. þyrfti að beita sér fyrir skattalækkun og hefði sagt kjósendum það fyrir kosningar 1978. Fyrsta verk Alþfl. í ríkisstj. Ólafs Jóhannessonar var að leggja á skattauka, 50% á tekjuskatt og 50% á eignarskatt. Þessir skattaukar hafa haldist síðan. Þetta er saga Alþfl. að því er varðar tekjuskattinn þegar hann er í ríkisstjórn.