27.01.1981
Sameinað þing: 42. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1946 í B-deild Alþingistíðinda. (2182)

146. mál, undirbúningur mála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

Spurst er fyrir um það, hverjir hafi á árinu 1980 unnið að undirbúningi mála í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og hvernig verkefni þeirra hafi verið skilgreind eftir því, hvort um var að ræða:

a. nefndir, b. starfshópa og c. einstaklinga.

Því er þannig farið í ráðuneytinu að aðeins örfá mál eru unnin af öðrum en starfsmönnum þess. Tel ég því rétt að telja upp þá starfsmenn ráðneytisins, sem sinna undirbúningi mála, þótt ógerlegt sé að tilgreina hvað hver og einn hefur lagt hönd á á s.l. ári:

Páll Sigurðsson, læknir, ráðuneytisstjóri,

Jón Ingimarsson, lögfræðingur, skrifstofustjóri,

Arnmundur Backman, lögfræðingur, aðstoðarmaður ráðherra í hálfu starfi,

Ingibjörg R. Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri,

Ingolf J. Petersen, lyfjafræðingur, deildarstjóri,

Jón S. Sigurjónsson, deildarhagfræðingur,

Ragnhildur E. Þórðardóttir, deildarstjóri,

Fjóla Haraldsdóttir, deildarstjóri,

Ingimar Sigurðsson, deildarlögfræðingur.

Varðandi fyrirspurnina að öðru leyti vísast til bókarinnar Stjórnir, nefndir og ráð á vegum ríkisins árið 1979, sem gefin var út af fjárlaga- og hagsýslustofnun í októbermánuði s.l., en þar sést hvaða nefndir voru starfandi þegar núverandi ríkisstjórn kom til starfa. Þykir því þarflaust að endurbirta í svari við fyrirspurn þessari annað en breytingar þær, sem síðan, þ.e.a.s. til ársloka 1980, hafa komið til framkvæmda.

Nýjar nefndir og starfshópar: Eftirtaldar 5 nefndir og starfshópar hafa tekið til starfa á árinu:

1. Nefnd um tryggingar gegn meiri háttar náttúruhamförum.

Skipuð af ráðherra 25. apríl 1980 til þess að kann möguleika á því að tryggja þjóðina fyrir áföllum af meiri háttar náttúruhamförum. Verkefni nefndarinnar eru þannig kynnt í skipunarbréfi:

1. Endurskoðun laga um Viðlagatryggingu Íslands, t.d. vegna eigna sem nú falla utan tryggingar.

2. Nefndin flokki náttúruhamfarir í skilningi laganna og geri spá um tjónatilvik í hverjum flokki.

3. Nefndin geri almennt grein fyrir fjárhagslegum og félagslegum afleiðingum meiri háttar tjóna.

4. Nefndin kanni möguleika og kostnað við endurtryggingar vegna eignatjóns og framleiðslutaps þjóðarbúsins.

5. Nefndin geri tillögur um stefnumörkun varðandi byggð og mannvirkjagerð eftir áhættusvæðum.

Í nefndinni eiga sæti: Ásgeir Ólafsson, formaður, Guðmundur Hjartarson, bankastjóri, Pétur Stefánsson, verkfræðingur, og Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur.

2. Nefnd um mengunarvarnir fiskimjölsverksmiðja.

Skipuð af ráðherra 29. september 1980 til að semja drög að reglugerð um loft-, láðs- og lagarmengun frá fiskimjölsverksmiðjum. Í nefndinni eiga sæti eftirtaldir menn: Ólafur Pétursson, deildarverkfræðingur, formaður, Geir Þórarinn Zoëga, verkfræðingur, tilnefndur af Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda, Magnús Magnússon, vélaverkfræðingur, tilnefndur af Iðntæknistofnun Íslands, og Páll Ólafsson, efnafræðingur, tilnefndur af Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

3. Nefnd um starfsmannahald sjúkrahúsa og hæla. Skipuð 21. október 1980 til athugunar á starfsmannahaldi sjúkrahúsa og hæla með það fyrir augum að ákveðinn verði sá starfsmannafjöldi og sú vinnutilhögun, sem hagkvæmust telst á hverjum stað.

Nefndarmenn eru: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri, formaður, Þórir Ólafsson, hagfræðingur, Edda Hermannsdóttir, fulltrúi.

Ætlunin er að taka mið af niðurstöðum nefndarinnar við ákvörðun fjárveitinga til launakostnaðar á árinu 1981.

4. Endurskoðananefnd laga um Ljósmæðraskóla Íslands.

Skipuð 21. október 1980 til að endurskoða lög nr. 35/1964 um Ljósmæðraskóla Íslands og til að semja drög að nýrri reglugerð fyrir skólann. Nefndarmenn: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri, formaður, Sigurður S. Magnússon, prófessor, Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir, Vilborg Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, og Eva Einarsdóttir, ljósmóðir.

5. Starfshópur um heilbrigðismál.

Skipaður 22. maí 1980 og voru verkefni starfshópsins ákveðin eftirfarandi:

1. Átti að gera tillögur um og undirbúa heilbrigðisþing. Heilbrigðisþing var haldið dagana 16. og 17. október s.l. og sóttu það um 220 fulltrúar sjúkrastofnana, stjórnsýslustofnana, sveitarstjórna og Alþingis. Tilgangurinn með þinginu var að vera vettvangur upplýsingaöflunar, upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta, með það fyrir augum að vinna að víðtækri heildarstefnu í heilbrigðismálum. Unnið er nú að úrvinnslu þeirra gagna og upplýsinga, sem fram komu á heilbrigðisþinginu. Þá er einnig væntanleg sérstök skýrsla með erindum og umræðum sem fram fóru á þinginu og verður hún gefin út af ráðuneytinu snemma á yfirstandandi ári.

2. Gera áætlanir um byggingu heilbrigðisstofnana, skv. 33. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 57/1978. Þessi áætlun mun liggja fyrir snemma á þessu ári.

3. Semja drög að reglugerð skv. 19. gr. laga nr. 57/ 1978, en þar á að kveða á um fyrirkomulag heilsugæslu. Þessum drögum verður skilað inn til ráðuneytisins í febrúar n.k.

4. Gera tillögur um reglugerð skv. 24. gr. áður nefndra laga um fyrirkomulag og flokkun sjúkrahúsa. Starfshópurinn er skipaður eftirtöldum: Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, formaður, Ester Jónsdóttir, varaformaður Sóknar, Fanney Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur, Guðmundur Helgi Þórðarson, læknir, Heimir Bjarnason, aðstoðarborgarlæknir, Katrín Fjeldsted, læknir, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Svava Stefánsdóttir, félagsráðgjafi, Þórður Vigfússon, hagverkfræðingur, Þröstur Ólafsson, hagfræðingur. Ritari og starfsmaður hópsins er Þórður Ingvi Guðmundsson, stjórnmálafræðingur.

Þá hefur Guðjón Hansen, tryggingastærðfræðingur, unnið að endurskoðun á Norðurlandasamningi um félagslegt öryggi frá 1955 og jafnframt séð um útgáfu Norrænu hagskýrslunnar um félagsmál. Þórhallur Hermannsson, viðskiptafræðingur, hefur unnið með Guðjóni Hansen að útgáfu Norrænu hagskýrslunnar. Nefndir sem hætt hafa störfum á árinu 1980:

1. Nefnd um reglugerð skv. lögum nr. 25/1975.

2. Vinnuhópur um hjartaskurðlækningar.

3. Endurskoðunarnefnd laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.

4. Nefnd um heilbrigðis- og félagslega þjónustu við aldraða.

5. Endurskoðunarnefnd atvinnuleysistryggingalaga.

Auk framangreindra 5 nefnda hafa það sem af er líðandi ári verið lagðar niður eftirtaldar 4 nefndir:

1. Endurskoðunarnefnd II um greiðslur sjúkratrygginga á sjúkrahúskostnaði.

2. Samstarfsnefnd um framleiðslu lyfja á Íslandi.

3. Gjaldskrárnefnd vegna starfa á heilsugæslustöðvum.

4. Nefnd um heilsugæslu í Reykjavíkurhéraði.