03.02.1981
Sameinað þing: 44. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2072 í B-deild Alþingistíðinda. (2301)

177. mál, iðngarðar

Fyrirspyrjandi (Eggert Haukdal):

Herra forseti. Það má vel vera að ríkisstj. sé ekki skyldug að fara eftir samþykkt þáltill., ég er nú ekki svo fróður um þessi mátefni, en hins vegar hélt ég að svo væri a.m.k. siðferðilega. Það var meginatriði þeirrar þáltill., sem samþ. var, eins og ég las upp áðan, að hafa samráð við fjölda aðila og raunar fleiri en kom fram hjá ráðh. að væru í hinni svokölluðu samstarfsnefnd. Reglugerðin samkv. frv. hans var ekki sett fyrr en nokkuð á annað ár var liðið frá því að frv. hans var samþykkt og hátt á annað ár frá samþykkt sem fsp. fjallar um.

Ég vildi aðeins leggja höfuðáherslu á að það var ekki fylgt eftir að skipa nefnd með öllum þessum aðilum, eins og till. fjallar um, og að leggja fram frv. um þessi mál, þar sem fjármögnun og allir þættir væru teknir til greina, en látin duga sú litla lánadeild, sem var stofnuð, og til hennar veitt mjög lítið fé og hún vart komin enn þá í gang, eins og kom fram hjá síðasta ræðumanni.