19.02.1981
Efri deild: 54. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 2416 í B-deild Alþingistíðinda. (2591)

Umræður utan dagskrár

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég vil aðeins þakka hæstv. forsrh. greinargóð svör við spurningu minni. Vissulega ber að fagna því, að ríkisstj. skuli hafa tekið þessi mál upp í morgun. Ég ítreka það sem ég sagði hér fyrr í dag, að það mun ekki standa á okkur Alþfl.- mönnum til samstarfs, ef óskað er, um fjárútvegun eða annað í sambandi við þetta mál. En ég legg áherslu á það, að þetta mál er þess eðlis að því verður að hraða, og ég treysti því, að hæstv. forsrh. muni beita sér fyrir því að svo verði gert.