01.04.1981
Efri deild: 70. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3240 í B-deild Alþingistíðinda. (3370)

24. mál, Framleiðslueftirlit sjávarafurða

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Herra forseti. Sjútvn. Ed. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. nr. 108 31 des. 1974, um Framleiðslueftirlit sjávarafurða, 24. mál. Þetta frv. er flutt í beinum tengslum við frv. um Fiskvinnsluskólann sem við vorum að fjalla um hér áður.

Meginbreytingin sem gerð var á frv. í meðferð Nd., er að löggilding á matsmönnum til ferskfisks-, saltfisks-, saltsíldar- og skreiðarmats fer fram eftir að þeir hafa starfað í tvo mánuði eða minnst 300 vinnustundir að fiskmati.

Sjútvn. Ed. var sammála um að leggja til að frv. verði samþykkt eins og það kom frá Nd. Undir nál. skrifa þeir Stefán Guðmundsson, Guðmundur Bjarnason, Geir Gunnarsson, Gunnar Thoroddsen, Guðmundur Karlsson, Egill Jónsson og Kjartan Jóhannsson.