08.04.1981
Efri deild: 75. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3548 í B-deild Alþingistíðinda. (3587)

209. mál, tollskrá

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Í þessu frv. er gert ráð fyrir að heimilt sé ráðh. að fella niður tolla og aðflutningsgjöld af gervilimum fyrir fatlaða og fyrir öryrkja. Því var hreyft í fjh.- og viðskn. að festa í lög að fella skyldi þessi gjöld niður, en ef frv. hefði verið breytt hefði það tafið framgang þess og það vildu menn ekki. En ef hæstv. ráðh. gæti upplýst hv. deild um, hvernig framkvæmd þessarar heimildar verður háttað, mundi ég samþykkja þetta mál með jákvæðari huga.