10.04.1981
Neðri deild: 78. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3641 í B-deild Alþingistíðinda. (3720)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Aðeins um það sem hér hefur síðast verið mælt. Ég skil orð beggja síðustu hv. ræðumanna á þá leið að þeir muni bindast samtökum í þessu máli. Ég styð það. Og hv. þm. Albert Guðmundssyni get ég sagt að þó að þessi ríkisstj. klofni með einhverjum hætti, þá verður það án efa skoðað rækilega af þingflokkum stjórnarandstöðunnar, hvort þeir séu ekki tilbúnir til þess að koma til liðsinnis við þá, sem eftir sitja, til að bjarga þjóðinni frá glötun.