14.04.1981
Efri deild: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3735 í B-deild Alþingistíðinda. (3832)

217. mál, lánsfjárlög 1981

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Frv. til lánsfjárlaga er komið til Ed., eins og kunnugt er, eftir að á því hefur verið gerð lítils háttar breyting og tölur frv. hækkaðar. Ég tel að þessi brtt. sé að vísu ekki gerði neinu samkomulagi við ríkisstj., en þar sem um smáar tölur er að ræða sé ég ekki ástæðu til að við förum að lengja starfstíma þingsins frekar út af þessu atriði og vil því mæla með því, að frv. verði samþykkt óbreytt eins og það liggur nú fyrir. Verður þá tækifæri til þess að athuga það síðar með hvaða hætti þessi heimild verði notuð.