28.04.1981
Neðri deild: 83. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 3790 í B-deild Alþingistíðinda. (3885)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 28. apríl 1981.

Samkvæmt beiðni Ólafs G. Einarssonar, 3. þm. Reykn., sem vegna veikinda getur ekki nú sótt fundi Alþingis, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson.“

Sigurgeir Sigurðsson hefur áður átt sæti á þessu þingi og þarfnast það ekki frekari umsvifa að hann taki sæti á Alþingi nú. Býð ég hann velkominn til starfa.