22.05.1981
Neðri deild: 107. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 4916 í B-deild Alþingistíðinda. (5255)

301. mál, umferðarlög

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Það er löngu ákveðið fundarhald og tilkynnt um það. Formaður Sjálfstfl., Geir Hallgrímsson, kom að máli við mig sérstaklega um það, að atkvgr. í raforkumálum færi ekki fram fyrr en hann hefði komið úr sjónvarpsviðtali sem hann er í núna. Ég hef ákveðið þetta og tilkynnt þetta. Það er ástæðulaus hótfyndni, sem höfð er hér í frammi, og bið ég hv. þm. að láta það ekki bitna á deildinni þó að hann tapi skák eftir skák við hv. 12. þm. Reykv. hér frammi.