19.12.1981
Sameinað þing: 39. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1884 í B-deild Alþingistíðinda. (1583)

1. mál, fjárlög 1982

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil taka það fram fyrst, að þó gert sé ráð fyrir því í fjárlögum að keyptum blöðum skuli skipt að fengnum tillögum stjórnskipaðrar nefndar og þetta þak sé sett að nafninu til á blaðakaup fer því víðs fjarri að kaup blaðanna séu innan þessara marka. Þannig kaupa t. d. öll ráðuneytin blöð fram hjá fjvn. og án heimildar Alþingis. Það er þess vegna óhjákvæmilegt að líta á þetta sem ríkisstyrk til blaðaútgáfu. Þess vegna greiði ég till. atkv. og segi já.