04.02.1982
Sameinað þing: 48. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2233 í B-deild Alþingistíðinda. (1892)

158. mál, iðnaður á Vestfjörðum

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir svör hans og tel mig mega treysta því, að þessi þál. sé að komast til framkvæmda hvað iðnaðinn snertir. Hins vegar taldi ég og tel eðlilegt að Framkvæmdastofnun ríkisins verði falið að sjá um framkvæmd þál. því að hún fellur til a. m. k. tveggja annarra ráðuneyta og þjónustan er ekki síður atriði í henni en iðnaðurinn. Ég vænti þess nú, að eftir því verði leitað að Framkvæmdastofnunin sjái um framkvæmd ályktunarinnar án þess að hér þurfi að koma fsp. til hvers ráðh. um sig. Ég teldi a. m. k. óeðlilegt ef svo þyrfti að vera. En ég þakka iðnrh. fyrir svör hans.