23.02.1982
Sameinað þing: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 2597 í B-deild Alþingistíðinda. (2222)

355. mál, réttarstaða fólks í óvígðri sambúð

Fyrirspyrjandi (Stefán Jónsson):

Stutt verður hún, herra forseti.

Ég þakka hv. þm. Pétri Sigurðssyni fyrir þessa rösklegu ábendingu til mín um að beita nú áhrifum mínum á samflokksmenn mína í ráðherrastóli og spyr hann að gefnu tilefni hvort hann sé ekki haldinn mikilli iðrun að hafa ekki neytt tækifæris síns frá 1974–1978, því að samþykktin var gerð og er kennd við árið 1974, — hafa ekki beitt áhrifum sínum, þegar hann átti mjög innangengt í ráðuneytin, til að knýja á um að þetta fé, sem á virðist skorta samkv. upplýsingum Siglingamálastofnunar, yrði veitt tafarlaust. Til þess hafði hann fjögur ár, en ég hef ekki haft nema tvö.