22.03.1982
Efri deild: 58. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3151 í B-deild Alþingistíðinda. (2745)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Geir Gunnarsson:

Herra forseti. Það er e.t.v. ástæðulaust að þakka fyrir að fá upplýsingar sem lög gera ráð fyrir að veittar séu við afgreiðslu frv. hér á Alþingi. En ég vil gera það þar sem mér hafa nú borist upplýsingar frá hæstv. menntmrh. um útreikninga fjárlaga- og hagsýslustofnunar á þeim kostnaðarauka sem verður fyrir ríkissjóð af samþykki þess frv. sem hér er verið að afgreiða. Ég ætla ekki að ræða þessar upplýsingar tölulega, en vil aðeins greina hér frá niðurlagi þessara útreikninga. Þar segir, með leyfi forseta:

„Samtals er því kostnaðarauki ríkissjóðs samkv. frv. og framangreindum forsendum um 1.2 millj. kr. á ári.“