22.03.1982
Neðri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3155 í B-deild Alþingistíðinda. (2753)

144. mál, almannatryggingar

Frsm. 2. minni hl. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Við í 2. minni hl. fjh.- og viðskn. höfum skilað séráliti á þskj. 485. Við teljum, að það hefði komið til greina að styðja að framgangi þessa frv., og höfum í sjálfu sér ekki á meiri því, að gjald sem þetta sé lagt á, ef ríkisstj. hefði gætt meiri hófsemdar í öðrum skattaálögum.

Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1982 var skattvísitalan ákveðin 150 miðað við 100 árið áður. Hins vegar er talið að tekjubreyting á milli áranna 1980 og 1981 verði a.m.k. 52–53% samkv. mati Þjóðhagsstofnunar. Við afgreiðslu fjárlaga var reiknað með 50% tekjuhækkun milli ára og skattvísitalan var ákveðin í samræmi við það og áætlun sjúkratryggingagjaldsins við þá sömu áætlun miðuð. Það er því ljóst að tekjur af tekju- og eignarskatti og sjúkratryggingagjaldi fara langt fram úr þeirri áætlun sem fjárlög gera ráð fyrir. Þær efnahagsaðgerðir, sem ríkisstj. hefur staðið að það sem liðið er af þessu ári. lækka skatta. að þeir telja um 72 millj. kr. á árinu 1982, en nýir skattar og vanáætlaðar tekjur af tekju- og eignarskatti og sjúkratryggingagjaldi nema 176 millj. kr. Þetta teljum við ærið miklar nýjar skattaálögur og því teljum við ekki ástæðu til að lögfesta til viðbótar þetta frv. Því erum við á móti frv. og leggjum til að það verði fellt.