22.03.1982
Neðri deild: 56. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3155 í B-deild Alþingistíðinda. (2754)

144. mál, almannatryggingar

Frsm. 3. minni hl. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða tiltölulega einfalt mál, þ.e. að framlengja þau ákvæði um innheimtu sjúkratryggingagjalds sem ákveðin voru á síðasta Alþingi, en þá var sjúkratryggingagjald lækkað mjög verulega. Gert er ráð fyrir að skattstofnar samkv. sjúkratryggingagjaldi hreytist í samræmi við skattvísitölu sem var ákveðin í fjárlögum, þannig að frv. þetta styðst í einu og öllu við afgreiðslu fjárlaga.

Það má út af fyrir sig lengi deila um hvort skattar eru of háir eða of lágir. Núverandi stjórnarandstaða hefur haldið margar ræður um það á Alþingi að skattheimta sé allt of mikil í landinu. Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær þetta sjúkratryggingagjald var tekið upp, en það var einhvern tíma á árunum 1974–1978, þegar sýnt var að mikil kostnaðaraukning hafði átt sér stað í heilbrigðiskerfinu og með einhverjum hætti þyrfti að standa undir þeirri þjónustu sem þar færi fram. Það er vissulega mikið áhyggjumál hvað kostnaður vex hratt í heilbrigðiskerfinu og með hvaða hætti verði staðið undir þeirri kostnaðaraukningu í framtíðinni. t.d. hvort það muni koma almennt til greina að hækka þetta gjald. Ég er þess fullviss, að við hér á Alþingi munum standa frammi fyrir því á næstu árum að ráða fram úr því, með hvaða hætti verður hægt að halda uppi þeirri þjónustu sem hefur verið komið á í heilbrigðiskerfinu. EH sé því ekki, að það séu nemar forsendur fyrir að lækka þetta gjald nú, og legg því fyrir hönd 3. minni hl. fjh.- og viðskn., sem í eru hv. þm. Ingólfur Guðnason. Guðrún Hallgrímsdóttir og Halldór Ásgrímsson, eindregið til að frv. verði samþykkt.